22.2.05

Nú er ég ordlaus... er ad horfa á frétt um bænir í skólum... nei, ég er ordlaus.

20.2.05

Íslensku stafirnir eru ekki skemmtilegir í tessari tölvu.
Tessi helgi er hinsvegar búin ad vera alveg frábær. Arnar baud mér í sveitina á föstudaginn svo ad tegar ég kom heim skellti ég mér í pils sem dönsk húsmódir frá 1940 hefdi verid stolt af og byrjadi ad baka. Med Ell‡ju undir og hl‡rann útá hlid. Skellti svo tessum d‡rindis hnerubrownies í ofninn medan ég skvetti í túnfiskssalat og tók mig til. Í Freyjulundi fann ég svo frábæran mat og frábært fólk. Bordudum hakk og pasta og kökuna í eftirmat. Sumir turftu ad æla eftir tad. Leid annarra lá í ba›i›, hvort sem var á sundfötum, nærfötum eda bara g-strengjum, humm... adrir komu ekkert úr svefnherberginu, vid sungum uppá svidi innan um Jónslistaverk, dönsudum á dansgólfinu med spítuköllum og ísbjörnum og horfdum a úts‡nid.
Ah, svo frábært. Kl. fjögur um nóttina fóru sumir ad tygjast heim, vid Helga héldumst í hendur medan Ásgeir reyndi ad átta sig á hvar Akureyri væri en ég komst í Gilid á endanum.
Ah... konudagur, fékk gott ad éta í morgun, blóm frá pabba og göngutúr med Helga. Ljúft. Ætla ad læra og eyda kvöldinu í Ghost busters og Police academy 1 og 2 sem Helgi fékk lánadar á dvd, snilld.
Ah, já. Steff‡ fær link aftví hún var sæt á föstudaginn og Björk aftví hún sendir mér skemmtilega linka á indverskt hommaklám á msn.

16.2.05

Ég á víst að blogga .Þetta er hálfgert punktaformsblogg.
Um helgina fór ég í sveitina. Þar burstaði tíu ára frænka mín mig í Trivial. Hún fékk reyndar barnaspurningar og ég fullorðins en mér er sama, ég er enn eftir mig. Hún bað líka um stjörnuatlasinn í afmælisgjöf og notar orð og orðasambönd eins og þrátt fyrir að, illviðráðanlegur, sökum þess..." Veit örugglega meira en margir jafnaldrar mínir. Það er bæði gleðilegt og sorglegt, eftir því hvernig maður lítur á það.
Fór líka sem sérlegur aðstoðarmaður pabba uppí fjós þar sem hann fangskoðaði nokkrar kvígur og hornsagaði tvær beljur. Það var í senn ótrúlega myndrænt og svolítið hættulegt.
Er að skrifa í nýju tölvuna mína, jújú, Helgi seldi mér gamla makkann sinn, það er gaman. Nú er ég með skipulagsforrit sem er í mörgum litum og flott, það heitir Mark O'Brian.Vúhú! Nafngiftin kemur frá laugardagskvöldinu en þá fékk ég sögustund um Mark í boði Lilýar.
Annars er ég að drukkna í verkefnum, mismikilvægum reyndar, og kemst ekki yfir neitt. Allavega ekk það mikilvæga.
Var í dönsku áðan, þar talaði Mads við okkur. Það var gaman en djöfull finnst mér það súrt að vera búin að læra dönsku síðan í sjöunda bekk og ekki getað komið skiljanlegri setningu útúr mér. Við erum að útskrifast í dönsku og erum búin að ná ágætis orðaforða, lestrar og skriftarkunnáttu en getum ekki talað. Það væri frábært ef að skólinn réði Mads í einn mánuð eða svo, við myndum tala og sleppa logbókum og allir yrðu ánægðir. Skil ekki afhverju skólinn ræður mig ekki til að leysa öll hans vandamál, humm.
Talandi um vandamál skólans, ég held að ég sé ekki sú eina sem er orðin dauðleið á ástaratlotum ákveðinna nemenda innan veggja skólans, helvítis. Þá er ég ekki að tala um létta kossa heldur virkilega sóðalega slefkossa og útlimaflækjur. Kannski er ég bara með of auðsæranlega blygðunarkennd, mér finnst óflægilegt að leiða Helga á almannafæri. En fjandinn hafi það, einhver verður að skipa flessu fólki að hætta. Og fara í sturtu.
Jæja, lesa Njálu. Djöfull er ég orðin steingeldur skrifari og skylduógeðisbloggari.

7.2.05

Jahá, bolludagurinn þjófstartaði í þessu húsi svo í gær var haldið jússukaffi þar sem Hildigunnur vildi að hún væri Vala Matt og drakk kaffi. Ég drakk líka kaffi og gerðist hávær að sögn viðstaddra-man ekkert eftir því sjálf, kaffiblackout. Ahh... Já.
Í dag borðaði ég hveitibollur með túnfisksalati í morgunmat, rjómabollur í kaffinu og fiskibollur í kvöldmat. Uppáhalds hátíðardagurinn minn. Ætlaði að fá mér vatnsdeigsbollur í kaffinu reyndar, en elskulegur bróðir minn hafði stútað heilu fati (svona 15 bollum) þegar við komum heim. Gráðugt gerpi.
Mér finnst gaman að geta með stolti sagt að ég hafi staðið mig vel í náminu það sem af er annar.
Það er ein vika, já. Vona að það haldi þannig áfram en er ekki bjartsýn.
Í dag neyddist ég reyndar til að skrópa í þýsku. Ég fékk far svo ég var mætt upp í skóla 07.45. Ég ákvað þessvegna að setjast upp í G26 og lesa í Njálu. (Góð!) Þegar kl. var orðin tólf mínútur yfir átta fór ég að velta því fyrir mér hvar í ósköpunum allir væru. Datt í hug að Guðjón væri veikur svo ég fór upp í afgreiðslu og gáði, hringdi í leiðinni í alla þýskufélaga mína til að gá hvort hann hefði skipt um stofu en án árangurs. Það endaði með því að ég settist inn á bókasafn og las meira í Njálu í staðinn fyrir að vera inní tölvustofu og gera vefverkefni sem krakkarnir máttu gera fjórir saman en nú þarf ég að gera það ein til að fá einkunn og mætingu í tímann. Æhhj, það er ágætt. Góð saga samt-takk, mér finnst hún skemmtileg.

3.2.05

Ahh...
Hausinn á mér er algjör steik þessa dagana. Ég held það sé afþví maginn á mér er í steik, ég er víst komin með ristilbólgu eða einhvern fjandann sem skrifast á stress og óhóflegt penisilinjapl.
Japl, haha! Stress er samt fyrir aumingja svo ég vil ekki láta bendla mig við svoleiðis nokkuð.
Bauð Arnari í bolludagspartý, svona uppá gamanið og afbauð um leið. Sá eftir því þegar hann afbauð mér strax í alvörupartýið sitt. Rass.
Nokkrum einstaklingum verður samt boðið í villt rjómabollupartý, aðallega vegna þess að mömmu finnst svo svakalega gaman að gefa Gittu að borða og hún vorkennir þessum vistarbúum að fá ekki almennilegar bollur. Ég vil náttúrulega ekkert fá þetta lið... Nei grín.
Ég komst að því í félagsfræðitíma að eitt það jússulegasta sem getur komið fyrir mann er að klæja í brjóstið, það er hrikalega pínlegt að reyna að losa sig við svoleiðis kláða, ji.
Ætla að fara að snýta mér áður en ég kafna í eigin vessum.