20.2.07

Reykjarvíkurferð að baki.

Fínasta ferð alveg hreint. Kristján Einarsson er besti gestgjafi sem um getur, ég hitti besta fólk í heimi, fór í starfskynningar, kynnti mér námsframboð, fundaði með RÚV um Söngkeppnina og margt fleira. Höfuðið á mér var bæði skýrara og ruglaðra eftir reisuna...

Þegar ég kom út úr HÍ kynningunni langaði mig m.a. að læra þjóðfræði, mannfræði, kínversku, fornleifafræði, fjölmiðlafræði, heimspeki, alþjóðasamskipti, spænsku og svona gæti ég talið áfram. Það hefði ekki komið mér á óvart þó að einhver hefði náð að vekja áhuga minn á verkfræði eða stærðfræði.

Ég hef þó ákveðið að halda mig við gömul plön, svona að mestu leyti. Það er ekki gott að skipuleggja of mikið og of langt fram í tímann, ekki svona hluti. Réttara er að njóta líðandi stundar til dæmis með því að fá sér tebolla og taka sér bók í hönd.

Góða nótt.
Reykjarvíkurferð að baki.

Fínasta ferð alveg hreint. Kristján Einarsson er besti gestgjafi sem um getur, ég hitti besta fólk í heimi, fór í starfskynningar, kynnti mér námsframboð, fundaði með RÚV um Söngkeppnina og margt fleira. Prýðilegt alveg hreint, skýrði suma hluti og ruglaði aðra.

Þegar ég kom út úr HÍ kynningunni langaði mig að læra þjóðfræði, mannfræði, kínversku, fornleifafræði, fjölmiðlafræði, heimspeki, alþjóðasamskipti, spænsku og ég veit ekki hvað og hvað. Hefði ekki komið mér á óvart þó að einhver hefði platað mig til að skrá mig í verkfræði.

Ég hef þó ákveðið að halda mig við gömul plön. Svona að nokkru leyti, það er ekki gott að plana of mikið og of langt fram í tímann. Réttara er að njóta líðandi stundar. Það ætla ég að gera akkúrat núna, fá mér te og taka mér bók í hönd.

Góða nótt.

11.2.07

Það er komið að þeim árlega viðburði að mamma bakar bollur ofan í alla vini mína sem komast ekki heim til sín á bolludaginn, og nokkra fleiri. Eldhúsið er fullt af allskyns bollum - vatnsdeigs, sætum gerbollum og grófum bollum til að hafa með túnfiskssalati. Hindberjasulta, jarðaberjasulta, rifsberjasulta, venjulegur rjómi, jarðaberjarjómi, vanillubúðingur og súkkulaðikrem. Namminammnamm.

Þessi mynd hressir, bætir og kætir:



(Tekin af muninn.is)
Bless.

4.2.07

Takk fyrir athugasemdirnar öll. Greinin hefur tekið á sig mynd svo að formaður Carmínunefndar getur hætt að kvarta. Ekki það að hann geri mikið af því blessaður.

Ég fór á tónleika í gær. Ótrúlegir gítarhæfileikar, sjarmi, flott rödd, góðar lagasmíðar, frábærar textasmíðar, tilfinningaþrunginn hárlokkur og húmor fyrir sjálfum sér gera Pétur Ben að góðum gaur. Gaman að horfa og hlýða á, vissulega.

En hvað það er skrýtið að vera komin aftur í rútínu. En hvað það er gott að eiga aftur dagbók og en hvað það er margt skrifað í hana sem á eftir að komast í framkvæmd. Lífið er að komast í fastar skorður.

Ses og höres.