30.11.04

Muninsgeðveikin er hafin.

15.11.04

Fjölskyldusamtöl

1.
Mamma: Settir þú brauð í geislaspilarann?
Kristín: Ha, nei! (Hissa)
Mamma: Axel, gerðir þú það?
Axel: (Hugsar)...Um daginn... þá ætlaði ég að rista mér brauð... þegar ég hugsa um það þá fann ég aldrei brauðsneiðina eftir að ég setti hana í ristina...

(Geislaspilarinn vonast til að ná bata, enn er verið að tína myglaða brauðmola úr honum)

2.
Pabbi: (Hringir í Axel til að gá hvort þurfi að ná í hann í kvöldmat)
Axel: (Myglaður, svarar eftir 16 hringingar)
Pabbi: Á ég að ná í þig vinur?
Axel: Ég á ekki að fara í skólann í dag... (skellir á)

Það voru heilir fimm metrar á milli feðganna þegar þetta samtal átti sér stað, Axel hafði komið heim og lagt sig eftir skóla án þess að pabbi vissi...

3.
Kristín: (Labbar inn úr dyrunum og sér að mamma hennar er með stærðar glóðarauga,
spyr undrandi hvað hafi komi fyrir)
Ólöf: Pabbi þinn barði mig.
Kristín: Ha?!
Ólöf: Nei, bara grín. Hann rak kústann í mig þegar hann var að sópa snjónum af bílnum.

Niðurstaða: Ólöf er vægðarlaus móðir sem vill sjokkera börnin sín eins oft og mikið og hún getur...

P.s. 70% fall í söguprófinu! SJÖTÍUPRÓSENT!

13.11.04

Síðustu dagar...

hafa einkennst af stressi, óreglu, skammdegi og hausverk.

Ég hata það.

10.11.04

Takið eftir urlinu, það er ...

skemmtilegt


Núna ætla ég að grenja mig í svefn í volæði (ekki vegna síðunnar þó, hún er skemmtileg) og vona að dagurinn á morgun verði... tja, skárri?

6.11.04

Í dag...

fór ég niður í bæ með mömmu. Tilgangurinn var að skoða árshátíðarföt.
Ég hata árshátíðarföt. Í fyrra keypti ég mér rauðan silkisíðkjól og leið eins og prinsessu.
En að sjálfsögðu má ekki mæta í sama dressinu tvisvar, OMG! (Fyrir utan það að hann er orðinn alltof lítill á mig, fjandinn)
Ég tími ekki að kaupa mér kjól á 20.000 kall. Kjólinn í fyrra keypti ég á útsölu, 8 stórir fuku fyrir hann en það er líka það hæsta sem ég fer fyrir föt sem ég geng einu sinni í.

Kannski ég geri bara eins og Ásgeir ráðlagði mér og mæti í kuldagalla í mótmælaskyni.
Hah, Kraft-galli og moonboots, ekki slæmt dress það.

Síðan ætlaði ég að vera voðalega dugleg og skellti mér á Amtið. Þar hafði ég hugsað mér að finna efni fyrir hina 7 bls heimildaritgerð sem ég á að skila í næstu viku. Viðfangsefnið er Samar og ég komst að því að það er varla til neitt efni um þá. Til hamingju Kristín.

Nú ætla ég að éta yfir mig af Keldudalskjúklingi og drukkna í eigin volæði.
Fyrst hugsa ég samt að ég éti forréttinn sem Axel bróðir bjó til handa mér. Hann samanstendur af rauðu vínberi á tannstöngli með gúrkusneið utanum. (Forrétturinn, ekki Axel)
Namm...

2.11.04

Í morgun...

vaknaði ég við að ég rakst í vörina á mér. Það var vont.
Það sem mér fannst skrýtið var að vörin á mér var fimm sentímetrum frá venjulegu varastæði mínu.
Þegar ég leit í spegil brá mér. Fyrst hélt ég að útsendarar tískuheimsins hefðu komið til mín meðan ég svaf og fyllt varirnar á mér af botoxi. Svo leit ég betur;
Ég er með frunsu!

Í gær...

Þegar fjölskyldan var á leið í skóla og vinnu varð okkur litið á eitthvað sérkennilegt í vegkantinum. Pabbi hægði á sér meðan fjölskyldan reyndi að rifja upp hvað þetta fyrirbæri var kallað. Svo kom það; Barn með skólatösku.