30.9.04

Í gærnótt dreymdi mig að ég fæddi barn og þegar ég vaknaði var mér illt í klofinu.
Blöðrubólga?

28.9.04

Af salati...

Salat er gott. Salatbar er snilld.
Kotasæla + túnfiskur + 3-4 tegundir af pasta + kál + paprika = sæla.
Það vantar salatbar í Súper, ætla að segja konunni það næst þegar ég fer uppeftir.

Móðurríki

Mamma er búin að vera úti í Finnlandi og Eistlandi í viku vegna vinnunnar. Á meðan hefur allt verið í hers höndum hérna heima, ég hef þjáðst af mömmuleysi, verið í mat hjá Soffíu (tengda/aukamamman mín), misst af öllu slúðri af fjölskyldunni o.s.frv.
Mamma kom heim í gær með tvenna ullarsokka, annað parið með köttum og hitt með maríuhænum. Þeir eru hlýjir og fallegir.
Núna er mamma að kalla á mig í mat, það má velja um saltfisk eða kakósúpu, namm.
Mamma er best.


26.9.04

Helgin

Það er svo margt búið að gerast þessa helgi að ég veit ekki hvar ég á að byrja að blaðra. Því hef ég ákveðið að skrifa ógeðslega dagbókarfærslu. Gjörið svo vel.

Fimmtudagur;
hitti Helgu á Mokka um leið og flugvélin lenti. Bergþóra var hjá henni en var skipt úr fyrir Auði Ástráðs í hálfleik. Tíminn fram að tónleikum var drepinn með kaffidrykkju, ópaláti og slúðri.
Helga: takk fyrir skemmtunina og kaffið sem ég lét þig óvart borga.

Kl. hálfátta var haldið í röð á Nasa. Stundin var að renna upp, ég myndi sjá manninn sem ég hafði hlustað á daglega seinasta hálfa árið...
Fyrst neyddumst við þó til að hlusta á *unga og upprennandi söngkonu*, Láru. Meðan blessunin hún Lára gaulaði fjórða lagið sitt, sem var nákvæmlega eins og þrjú fyrri, fórum við Bergþóra á klósettið. Verður að segjast að þetta sé besta klósettferð mín frá upphafi því á leiðinni kom Bergþóra hin glögga auga á sjálft goðið í áhorfendakösinni!

Leikþáttur:

B: Hann er þarna!
K: Hver, hvar?
B: Beint við hliðina á þér!
K: *Tekur eftir lágvöxnum manni með ullarhúfu sem stendur þétt upp við hana.
Hún trúir ekki sínum eigin augum þegar hún áttar sig á því að þarna er Damien nokkur á ferð og brosir aulalega. Roðnar þegar meistarinn brosir til baka*.

Þarna stóð hann semsagt og naut þess að það tæki varla nokkur eftir honum. Bergþóra gerðist þó djarfari en ég og sagði eitthvað við hann.

Illmögulegt er að lýsa tónleikunum með orðum en það skal þó reynt;
Að fara á tónleika með Damien er allt önnur upplifun heldur að hlusta á diskinn. Þó sömu lögin séu spiluð er aðferðin og áhrifin svo allt önnur. Það er yndislegt að heyra lögin af disknum flutt af honum sjálfum og Lisu en svo rennur lagið út í magnað hljóð þangað til maður heyrir vart tóna skil en þú fyllist. Nasavængirnir titra af hávaða, hjartað er í hálsinum, tárin frussast úr augunum og gæsahúðin dreifir sér um allan líkamann. þú rígheldur þér í barborðið því þú efast um að hnén haldi þér mikið lengur, svo mikið skjálfa þau.
Í lögum eins og Delicate, Amie og Cannonball, svo nokkur séu nefnd, geturðu fátt gert nema leggjast fram á borðið, hlustað og grátið. Svo fallegt sko.

Eftir tónleikana héldum við Helgi, Bergþóra og Emmi til Hjalta Jakobs. Það var kósí.
Síðan beið okkar Helga öndvegis svefnsófi hjá Emma. Auk svefnsófans prýðir íbúð þessa afar langur og varasamur gangur en ekki verður farið nánar út í það að þessu sinni.

Föstudagur;

Deginum var eytt í bæjarráp, kebab, að reyna að redda sér í Skagafjörðinn, að keyra þangað, að fara á hestasýningu, að skutlast um allar jarðir og að sofa.

Laugardagur;

Dagur réttarinnar. Rigning og rok, fullt fólk og hross. Ágætt þar til við vorum að fara en þá varð ég fyrir líkamsárás. Var að labba framhjá bíl einum og þegar ég gekk fyrir hann fékk ég risa-trjádrumb í síðuna. Missti andann og hneig niður en mátti forða mér áður en ég fékk næsta í mig. Bölvað, fulla fífl. Óttast að ég sé rifbeinsbrotin/brákuð/marin.

Svo var ballið. Það var svipað, ágætt að mörgu leyti en ég veit ekki. Var illt í beininu, fékk bjór yfir mig alla og svo var ég næstum lamin af öðrum fullum kalli.

Sunnudagur;

þreyta og ýlda. Komin heim og verð að fara að læra. Nenni því ekki.



19.9.04

Nei, ég bara get ekki hætt...

...Hvern er ég að blekkja?

Í gær lagðist ég lágt. Ég eyddi laugardagskveldinu í að spila Gamecube ásamt Helga, Grími Dellsén og Ingu heitkonu hans. Það versta við þessi ósköp var að á endanum var ég farin að skemmta mér ágætlega... Jafnvel mjög vel... Ég er sokkin.

Annars er Damien Rice næstur á dagskrá, djöfull hlakka ég ógeðslega til. Tónleikarnir verða á fimmtudaginn, veit ekkert hvernig við komumst í borgina eða hvar við gistum, endum örugglega á að kaupa okkur morðdýrt flug og gista á götunni. Þetta reddast allt... Vonandi.


16.9.04

Tímaleysi

Sökum mikilla anna og þreytu hef ég ákveðið að hætta að blogga um sinn.

Annars er lífið yndislegt fyrir utan útileikfimi sem er afkvæmi andskotans.

12.9.04

Timadrap

Sit a netsubwaystad og drep tima. Buin ad tekka mig af hotelinu og hef engan samastad naesta eina og halfan timann en tha fer eg a flugvollinn. Gledin er a enda... i bili.

I London er m.a;

Oxford street. Su merka gata er einmitt tuttugu metrum fra hotelinu minu. I thessari ferd hef eg laert ad konum thykir gatan skemmtilegri en korlum.

Portobello road. Hvad er betra en ad troda ser fimm saman i leigubil a laugardegi og hossast yfir i Notting Hill til ad prutta a gotumarkadinum? Fatt.

Soho. Hverfid thar sem thu getur fengid ther gott ad eta, skodad skemmtilega kinverja og latid tha fefletta thig, jafnvel keypt ther horu ef ahugi er fyrir hendi...

Phantom of the opera. Frabaer songleikur i eldgomlu leikhusi. Ahh... bara snilld.

Litlar bokabudir. Pinulitlar kytrur med eldgomlum bokum sem gaman er ad skoda. Mjog snidugt ad kaupa odyrar matreidslubaekur.

...Og svo miklu miklu fleira sem eg nenni ekki ad telja upp sokum mikillar threytu... Flug a eftir, keyra heim i nott og skoli a morgun. Frabaert.


7.9.04

AAA!

Reykjavík eftir fjóran og hálfan tíma, London næsta morgun!
Og ég er ekki byrjuð að pakka og veit minna en ekki neitt hvað ég á að hafa með mér og herbergið mitt er í rúst! Stresskast og í stað þess að gera eitthvað væflast ég fyrir framan tölvuna. Flott Kristín, vel gert.

Vetur þrældómsins nálgast...

Svo virðist sem ég sé orðin aðstoðarritstjóri Munins. Sagði einhver meira stress?
Nei nei, þetta verður frábær vetur og ég virðist alltaf geta blómum á mig bætt;
Skólinn, tónlistarskólinn, Hagsmunaráð, myndlistarskólinn og ökuskólinn voru greinilega bara ekki nóg fyrir mig. Neyðist reyndar til að sleppa ökuskólanum í einhvern tíma og við Ari skömmtuðum Helga 15 mín á sólahring næsta vetur. Gleði gleði.

En nú...

Pakka!

1.9.04

Þjökuð, þreytt...

og loksins rann seinasta ferðin upp. Ekki lengur:

Börn sem æla á hendurnar á manni

Hrokafullir Frakkar

Misfyndnir og missofnir bílstjórar

Bláa ryksuguferlíkið

Þýsk, syngjandi börn

Staðarskálamatur

Öryrkjar sem reyna við mann, gjarnan frá Blönduósi

Strætó í Mosfellsbæ úr Miklubraut, jakk

Gamlar konur sem ýmist garga á mann eða lemja mann

Mígrófónninn: "We are in Varmahlíð ... "

Gamlir, illa lyktandi kallar

Sómasamlokukassar...

Laus við þetta, og svo margt fleira, að eilífu!

... Alveg þangað til, kannski, jafnvel í júní, næsta ári...