30.9.06

Ég er í Reykjavík! Vei.

Nú vorum við Kristján Einars að ákveða að fara frekar á myndina My super ex girlfriend frekar en John Tucker must die... erfið ákvörðun!

Fundurinn var skemmtilegur, Njálsgata var skemmtileg og lífið er skemmtilegt. Flýg heim á morgun, það verður gaman.

Ble.

24.9.06

Helstífréttumpunktablogg:

-Freyjulundur var ótrúlega skemmtilegur. Á allan hátt.
-Trúnó?
-Ég elska lyktina af Green tea dótinu mínu. Namm.
-Sár eru óðum að gróa, bæði á líkama og sál. Eða svona.
-Mig langar í gulrætur.
-Ég er gribba og skráði mig úr heimskulega félagsfræðiáfanganum.
-Tók í staðinn rannsóknarritgerð í heimspeki. Eh... Hlakka til
og kvíði fyrir að takast á við það.
-Mig klæjar stanslaust í augað! Verð að fara í heyrnarmælingu...
-Hjartsláttur?
-Það er mikið að gera og um margt að hugsa. Eins gott að fara að byrja.

Geisp og bless.

15.9.06

Sumarið þotið frá og skólinn farinn í gang. Fljótt að líða. Ég þurfti því miður að byrja nýtt skólaár á því að leggjast inn á sjúkrahús. Fór í kviðholsspeglun, þar sem átti að athuga hvernig stæði á þessum stanslausu kviðverkjum mínum. Botnlanginn var tekinn í leiðinni þar sem hann leit eitthvað skringilega út, líklega hef ég þá veið með króníska botnlangabólgu. Vonandi var það meinið. Nú er ég þessvegna með þrjú göt á maganum og verk í öxlunum, vegna koltvísýrings sem var sprautað í magann á mér. Oj. Vonandi verð ég orðin hressa gellan áður en langt um líður, þarf að fara að gera eitthvað af viti. Þangað til held ég að ég lifi bara á panodili, bólgueyðandi og Family guy.

10.9.06

Bulgaria er fjor. Fyrir utan ad jordin her virdist vera oslettari en annarsstadar i heiminum og eina smavaegilega matareitrun gengur allt glimrandi vel. For til Istanbul i tveggja daga ferd og thad var geggjad. Hagia Sofia, Blaa Moskan og umferdin, alveg ekta.

Bara ad lata vita ad eg se a lifi, heydo.

3.9.06

Minningargrein sem birtist í Mogganum í gær:
-----
Það er sumar í Keldudal. Afi Leifur situr á sínum stað, á svarta legubekknum með lúna símaskrá á borðinu fyrir framan sig. Tengdasynirnir sitja á móti honum og afi ræðir við þá um silungsveiði og hesta. Í eldhúsinu gengur mikið á, það er fullt af konum og mat. Amma og dæturnar flétta grillbrauð og undirbúa kjötið á meðan þær tala og hlæja saman. Barnabörnin hlaupa um húsið og leika sér, þau eldri passa upp á hin yngri. Rétt eftir að lagt er á borð kemur afgangurinn af fjölskyldunni inn eftir fjósverkin og allir borða saman. Svona vildi afi hafa það – í þessu umhverfi á ég eftir að muna hann.

Ég lærði margt af afa þau sumur sem ég eyddi í Keldudal. Hann kenndi mér að meta þann andans mann Davíð Stefánsson. Afi sýndi mér líka fram á mikilvægi þess að vera vinur vina sinna, traustari félaga en hann verður erfitt að finna. Það dýrmætasta sem ég lærði samt af afa var sýn hans á fjölskylduna. Hann var stoltur af fólkinu sínu, það fundum við barnabörnin í hvert sinn sem við hittum hann. Afa leið best þegar hann hafði alla í kringum sig, þá var hann ríkur.

Ég naut þeirra forréttinda að þekkja afa í nítján ár og fyrir það er ég þakklát. Við Axel munum segja frændsystkinum okkar frá honum og andi afa mun ríkja þegar við hittumst.

Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir.
Vöxt þinn hindraði aldrei neinn.
Allir vegir voru þér færir –
Viljinn sterkur og hreinn. (Davíð Stefánsson).

Takk afi fyrir stundirnar okkar saman. Ég á aldrei eftir að gleyma kvöldinu þegar við vorum tvö ein eftir í Skarðarétt að borða töggur, ganga frá og spjalla við fólkið. Takk fyrir öll sveitaböllin sem þú tókst mig með á. Það var alltaf sport að fara með þér, þú þekktir svo marga. Takk fyrir dansana sem við dönsuðum á þorrablótunum - takk fyrir allt.

Þín Kristín Helga.
-----

Jarðaförin var í gær. Hún var í senn ofsalega falleg og erfið. Það var allt eins og afi hefði viljað hafa það, Álftagerðisbræður sungu eins og þeir ættu lífið að leysa og það fóru fjórir reiðmenn á undan líkbílnum í gegnum hlaðið í Keldudal. Hann var jarðaður í Rípurkirkjugarði, og Sigurbjörn Bárðarsson hélt í Ísold, heiðursverðlaunahryssuna hans við gröfina þegar fólkið signdi yfir. Það voru líklega í kringum 600 manns í jarðarförinni, félagsheimilið og safnaðarheimilið voru notuð og öllu varpað þangað inn. Erfidrykkjan var svo haldin í Reiðhöllinni, sem hefur aldrei verið gert áður. Það var nú samt í hans stíl og það dugði eiginlega ekki minna fyrir þá 450 manns sem mættu. Æ, kannski er ég ekki hressa gellan að tala bara um afa minn á blogginu sínu, en ... einn af mikilvægari mönnum í mínu lífi. Fattaði það ekki fyrr en maður fór að lesa allar minningargreinarnar og rifja upp hvað ég hef marga eiginleika beint frá honum. Öll mín stjórnsemi, áhugi á félagsstarfi og þörf fyrir að skipuleggja stóra viðburði kemur beint frá honum.

Hehe, Gitta er búin að hringja og senda sms frá Búlgaríu nokkrum sinnum og ég er ekki frá því að ég sé að verða spennt. Þetta verður snilld, og eitt er víst að ég ætla að nota þessa viku vel! Sleppa því að hugsa og hafa áhyggjur af hlutum í eina viku, það verður víst nóg að hugsa um í vetur.