28.5.05

Hvernig er hægt að lesa próftöflur vitlaust? Ég hélt að enskuprófið væri í gær og söguprófið eftir helgi en nei, söguprófið var í gær og enskuprófið á fimmtudaginn... Allavegana, ég hafði ekki alla helgina til að lesa sögu eins og ég var búin að gera ráð fyrir. Þakka Helga, Gittu, Birtu, Röggu og Sólveigu fyrir taugaróun og kennslu.
Prófið gekk samt alveg sæmilega. Held ég nái að minnsta kosti.

Nú er það bara félagsfræði, ji hvað það er gaman. Damien Rice, Kasjúhnetur og átakakenningin, gæti varla verið betra.
Jú, það er eitt sem er betra, það eru kettlingarnir þrír sem fæddust í rúminu mínu fyrir rúmri viku. Það var reyndar ekki ánægjulegt að hrökkva upp kl. 5 um nótt í blóðbaði en það er gaman núna! Hérna eru myndir: http://server.myndak.is/~junior/ljosmyndir/kettlingar/

18.5.05

Kristín ræðir söguritgerð við kennara sinn:

"Mér finnst þú bara vera steinsm... smásmugulegur Róbert!"

Til hamingju með að vera svona ( ) frá því að segja að kennarinn þinn væri niðurgangur Kristín. Svefn myndi kannski hjálpa til við að finna réttu orðin..?

Til hamingju aftur fyrir að:
- Fara á stjórnarfund.
- Blaðra.
- Fara á Mugison tónleika.
- Blogga.

í staðin fyrir að lesa "Gravskrift for Rödhætte" en ég fer einmitt í munnlegt próf uppúr þeirri bók á morgun. Komin á bls 45, á 130 eftir. Engin svefn frekar en fyrri daginn og áframhaldandi orðaruglingur á morgun, jey!

16.5.05

Eftir helgina mæli ég með:

-Vorsýningu Myndlistarskólans, sérstaklega tveimur myndböndum sem þar er að finna.
-Freyjulundi 02.
-Grillveislu sem inniheldur foreldra, bróður, tvær óðar jússfrænkur, fjóra litla frændur, ömmu, þrjár góðar vinkonur, lambakjöt og meððí, bláberjabæ og ís, ananas-jarðaberja tertu og expresso.
-Ferð á róló með þremur frændum og jarðaberjum í poka.
-Sálarball í Sjallanum, þar sem allt getur gerst. M.a. "dekurdans" frá fjórum herramönnum! Það er ólýsanlegt, já og alls engu líkt...
-Lökkuðum tánöglum.
-Óléttum ketti.
-Útsvefni.
-Ferð á Árskógsströnd að sjá ísjakann sem siglir inn fjörðinn.
-Laginu Moya með Godspeed You! Black Emperor.

Ég mæli hinsvegar ekki með:

-Túrverkjum.
-Kvefi.
-Því að deyja næstum þegar ónefndur bróðir keyrði æfingarakstur út á Árskógsströnd.
-Bubbles leiknum, sem er rosalega ávanabindandi.
-Íshokkýútsendingum á RÚV.

Jey, fleiri góðir punktar en slæmir. En ég heppin.

11.5.05

Kominn tími á smá skrif...?

Kompan er nýmáluð, hrein og fín, Dimissio nálgast og Litlu Ólympíuleikarnir enn hraðar!
Komin á kaf í verkefni, vona að ég kúki ekki upp á bak í þeim öllum. Við Hjalti fengum söguritgerðina okkar til baka í dag, 7,5. Þar fauk nían í áfanganum... ég er ekki sátt. Alls ekki sátt.
Bláber eru frábærir ávextir, ég mæli með öskju á dag og Oprah líka!
Æji enskutími, svo tilgangslaust! Aldrei lærum við neitt nýtt... Leiðinlegt til lengdar.
Ég er nývalið andlit félagsfræðibrautarinnar útávið, allavega útávið til grunnskóla landsins. Það er aldeilis gaman, ég verð að fara í klippingu og semja texta um hversu frábær félagsfræðibrautin er! Sem hún vissulega er. Prrrr!