27.11.05

Trabant, Trabant...

Eruð þið að grínast með sveittasta djamm sem djammað hefur verið? Vaknaði í morgun með maskara út um allt, svita og kampavín í hárinu, glimmer á ólíklegustu stöðum og rautt naglalakk útum alla hendi. já, einhvern veginn datt mér það í hug að naglalakka mig þegar ég kom heim klukkan fimm í morgun, á meðan ég talaði í símann.
Fólk bert að ofan, reyndar færri berir að neðan (gerðum þó heiðarlega tilraun á Sverri). Ölið flæddi og ólíklegasta fólk ruglaði reitum. Jeminn.

Nú er næst á dagskrá að koma ofan í mig ætum bita áður en ég flýg suður. En ótrúleg helgi, Sigurrós í kvöld. Vow, amazing. Tek með mér bækur um Jónas Hallgrímsson og Gunnarshólma sem er uppáhalds ljóðið mitt í öllum heiminum. Þarf að flytja fyrirlestur um leið og ég kem heim á morgun, hresst.

Kveðja Kristín, sem er bersýnilega í ruglinu en ótrúlega ánægð þrátt fyrir það.

22.11.05

Ástand óbreytt, nei nú lýg ég, það er verra. Stress, grátur, meterslangir to do listar sem aldrei verða tæmdir, brjóstsviði, drama, ósjálfsþekking, fita, kaffifíkn, dýrferðtilreykjavíkur, skammdegisóyndieðahvaðþaðerkallað, engin gisting í Reykjavík, hausverkur, vanhæfni um að lifa, vanhæfni um að læra, vanhæfni um að sofa ein, vanhæfni um að tjá mig annarsstaðar en á msn og í öðru rituðu máli, vanhæfni um að standa mig, samviskubit, ofhraðurhjartsláttur og svefnleysi.

Sjitt hvað ég er leiðinleg.

17.11.05

Súr dagur. Ætla að vera heima hjá kisu a morgun, hún kann ekki að tala nefnilega, og líkar alltaf vel við mig, sama hvað. En mikil sjálfsblekking. Ég er aumingi, langar ekki að gera neitt og veit ekkert í minn haus. Ekki kommenta. Góða nótt.

15.11.05

Ég vil vekja athygli á því að ég fékk mér haloscan kommentakerfi. Alveg sjálf! Það finnst mér ótrúlegt þrekvirki og ég eyddi drjúgum tíma í að setja þetta upp á sunnudaginn, þegar ég átti að vera að læra líffræði. Þið megið þessvegna endilega kommenta í þetta frábæra kerfi.

Já, ég ætla líka að auglýsa Anthony and the Johnsons miða. Tónleikarnir verða 10. desember.

Nú fer ég að sofa.

14.11.05

Slök helgi búin. Auk almennra leiðinda er helst að frétta að ég fékk taugaáfall, tvisvar.
Taugaáfall part 1: Kisa ákvað að vera sérstaklega góð við mig aðfaranótt laugardags og kom inn í herbergi með fugl í kjaftinum. Ég var sem betur fer vakandi. Um leið og ég sá fuglinn fraus ég í nokkrar sekúndur, öskraði svo af lífs og sálar kröftum og þaut niður í rúm til mömmu og pabba á ljóshraða. Þar skalf ég og titraði meðan pabbi fór í björgunarleiðangur uppí herbergi. Hann fann ekki fuglinn en sá köttinn þjóta niður. Að lokum ákvað hann að hún hlyti að hafa farið með fuglinn aftur út. Ég ætlaði ekki að þora að sofa uppí herberginu með fuglinn ófundinn en féllst loks á það.
Taugaáfall part 2: Kl. 09:00 um morguninn blandast þyrluhljóð inn í annars hugljúfan draum. Eftir stutta stund fatta ég að ég heyri ekki í þyrlu, heldur er þetta vængjasláttur. Fuglinn flýgur um í herberginu og yfir hausnum á mér. Ég fleygi sænginni yfir mig, frýs og öskra svo ótrúlega hátt. Þrátt fyrir það vaknar enginn í húsinu og ég skýt hendinni undan sænginni, eftir að hafa safnað kjarki í smá tíma og hringi niður. Ég skalf og titraði í svona klst. eftir að pabbi náði fuglinum og stakk hausnum ekki undan sænginni fyrr en að mamma var búin að týna allar fjaðrir í herberginu. Og já, ég grét.

Það er alveg spurning um að fara að leita til sálfræðings?

10.11.05

Í dag var eyða til 12.20. Þrátt fyrir það reif ég mig á lappir eftir 6 tíma svefn og dreif mig niðrí skóla. Þar ætlaði ég að skrifa skýrslur, vinna fyrir Hagsmunaráð og jafnvel læra. Minnst af þessu gerðist þar sem ég rúllaði mér inní tyrkneska úlfaldateppið hans Arnars og fleygði mér í sófann um leið og ég steig inní Kompuna. Þegar ég var búin að sofa í svona hálftíma heyri ég í gegnum svefninn (þið fattið) Eddu og Jón Má tala saman. Það sem meira er, ég sannfæri sjálfa mig um að vakna og liggja ekki eins og klessa meðan Jón Már er að spjalla. Sannfæringarkrafturinn var svo mikill að í draumnum vaknaði ég, teygði úr mér og gekk til Eddu og Jóns. Byrjuðum við að spjalla saman um samræmdu prófin og fleira skemmtilegt og ég tek virkan þátt í umræðunum. Ég veit svo ekki fyrr en Ásgeir kemur valsandi inn og hann prýðir svipað hár og Brad Pitt var með í Troy. Ekki nóg með að hann hafi litið út fyrir að vera sænsk klámmyndastjarna til höfuðsins, heldur var hann í jakkafatajakka að ofan og ber að neðan! Já góðan daginn. Á eftir Ásgeiri gekk Ari inn í Kompuna með gyðingahatt og gyðingakrullur, einnig ber að neðan. Að endingu gengur svo Arnar inn, alveg eins og Arnar á að sér að vera, nema bara ber að neðan! Hann tilkynnir mér að í dag sé "beraðneðan" dagur HOMMA. Jón Már varð hinn ánægðasti og hrósaði strákunum fyrir að brydda upp á skólalífið með skemmtilegum tilbreytingum og gaf þeim örbylgjupopp. Síðan göngum við fram og þar elta fjölmiðlamenn okkur og taka myndir í gríð og erg. Draumurinn endar á því að strákarnir þrír hlaupa glaðir inn gamla gang, á dramatískan hátt á typpinu, með myndavélar allt í kringum sig. Ég vaknaði við að Ottó hlammaði sér í sófann til mín og þá var ég óskaplega ringluð yfir að Jón Már væri farinn og að allir væru í buxum.
Júlíus minntist á það í dag að ég væri mislynd. Held það sé rétt hjá honum, þessa dagana veit ég ekkert hvernig ég á að vera, græt ýmist úr hlátri eða pirringi. Ég er mislynd og misjöfn á allan hátt, fyrri hluta dagsins í dag át ég salatbar, skyr, lífrænt jógúrt, safa, plómur og banana. Ég var hreinlega komin með ógeð á óhollu. Í kvöldmat fékk ég mér svo kjúkling og franskar og kokteil, fullkomnlega komin með ógeð á heilsufæði.
Hvað er að mér?

9.11.05

Er það punktablogg? Ég held nú það!

- Fregnir herma að ég sé besti umsjónarmaður Kompunnar sem sögur fara af. Reyndar er ég bara þriðja í röðinni en hey, það toppa ekki allir allsherjar afþurkun og ryksugun á frídegi.

- Ég vakti til klukkanaðverðaþrjú í nótt við að "læra" fyrir 15% sálfræðipróf sem var svo algjör skita. Ég hef verið einstaklega mikið kollekt seinustu tvær nætur og kúrt hjá Gittu á vistinni, fyrirgefðu þú.

- Í gær sat ég einsoghálfstíma skólaráðsfund sem fór að mestu leyti í að endurskrifa lagagerðir í loftlausri Meistarastofu. Gaman.

- Mér, og fleirum, varð heitt í hamsi þegar við skunduðum á Ráðshústorg ásamt kennurum til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. Þorgerður Katrín kom svo í skólann til að taka við áskorun frá bekkjaskólunum í landinu og hélt sig rétt fyrir utan Meistarastofu, ekki séns að hún kæmi inní Kvos og tæki við fyrirspurnum. Bjáni.
Aðgerðir eru í vinnslu - dúmmdúmmdúmm!

Dialog gærdagsins:

Spurt var hvort Þorgerður Katrín tæki við fyrirspurnum frá nemendum.

Þorgerður: Æ, byrjið þið ekki á samræmdu prófunum.
Ásgeir: (0,1 sek. síðar) Já, byrja þú ekki á samræmdu prófunum!

En sniðugur Ásgeti. Eins og köttur.