31.12.05

Allsherjar áramótauppgjör á leiðinni, dúmmdúmmdúmm!

Annars, gleðilegt ár og hittumst vonandi í kvöld!

30.12.05

Annarsíjólumdjamm fór vel fram. Það byrjaði heima hjá Olgu, þar sem hún, ég, Dagný, Björk og Arnar glimmeruðumst. Arnar vildi reyndar ekki vera með í glimmerinu, lélegi hann. Þaðan lá leiðin til Bjarna Þóris. Þar var hresst og gaman og fjör og Arnar skandaliseraði. Við Dagný smygluðum okkur svo inn í Sjallann með geðveikt lélegum sögum, hún reifst í öðrum dyraverðinum og sagði að hún hefði farið út fyrir tíu mínútum og hann hefði sagt að hún þyrfti ekki stimpil, ég hékk í hinum og fullyrti að ég og Dagný hefðum fengið stimpil á sama tíma og stimpillinn væri greinilega bilaður! Verðum að samræma sögurnar okkar betur næst, þetta virkaði samt, ótrúlegt nokk. Eftir tvær mínútur af leiðinlegum Sjalla hélt ég svo á Karó þar sem ég hitti margt skemmtilegt fólk og endaði síðan heima hjá Hildi og Rakel. Jahá, var komin heim um það leyti sem mamma og pabbi vöknuðu í vinnuna, þau voru hress. Það var ég hinsvegar ekki og ákvað því að sofa til 14.30. Flooott.

Kristján Einarsson, einnig þekktur sem Kristján hinn rauði, bauð stjórninni í matarboð í gærkvöldi. Það var einkar gaman og kann ég honum þakkir fyrir. Kristján reyndist hinn ágætasti kokkur og slafraði öll stjórnin, mínus Bjartmar og Þórný plús Magga og að sjálfsögðu Kristján, í sig dýrindis pottrétt og hélt svo að spilaborðinu. Fórum að sjálfsögðu tvær umferðir í hinum sívinsæla miðaleik, þar sem ég svindlaði meira en ég mátti og vissi, og svo í Trivial. Sumsagt, skemmtilegt og notalegt kvöld. Takk fyrir mig.

Stefnan er víst tekin á sveitina á morgun. Dammdammdamm, það þýðir bara eitt - meira að éta. Jeminn eini. Það verður samt vonandi kósý, gistum eina nótt. Ég fór í verslunarleiðangur í dag og keypti rauða skó og varalit í stíl fyrir gamlárskvöld. Já, það verður ekki glimmerdjamm hjá mér, heldur söffisstikeitet djamm með rauðum varalit og ælæner. En hvað ég hlakka til. Skemmir heldur ekki fyrir að ég náði að prútta varalitinn niður í 300 krónur. Já, 300 krónur fyrir eeeeldrauðan varalit frá No Name. Geri aðrir betur, Nú er ég farin að bulla svo ætli það sé ekki best að byrja að lesa í staðinn fyrir að skrifa. Er búin að lesa The Magician's Nephew og er byrjuð á The Lion, the Witch and the Wardrobe. Þarf að drífa hana í mig og get þá skellt mér í bíó. Já, alveg rétt, fór líka á Little Trip to Heaven, hún var góð.

Jæja, blaður bull og vitleysa, góða nótt.

26.12.05

Þessi jólin bárust fjölskyldunni fjölmörg jólakort, þrjú þeirra stóðu uppúr að mínu mati. Það fyrsta var frá Sigurði Bjarklind til föður míns. Pabbi harðbannaði mér að segja hvernig það hljómaði. Óheppin þið, það er mjög fyndið.
Kristján Einarsson sendi okkur systkinunum kort. Kortið hans til mín hljóðaði svo:

Elsku Kristín.
Megir þú eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka fyrir það líðandi. Með von um minni viðreynslu á komandi ári farsælu, þinn vinur, Kristján Einarsson.

Já, elsku Kristján, ég skal svo sannarlega reyna að hemja mig á nýju ári. Set það í áramótaheitalistann. Kortið til bróður mins var eiginlega enn fyndnara, þori samt ekki að skrifa það hér.

Héðan úr bælinu er helst að frétta að tveimur bókum hefur verið slátrað síðan á aðfangadagskvöld. Yosoy og Veronika ákveður að deyja. Mæli með þeim báðum. Mæli hinsvegar ekkert sérstaklega með að vera jafn úldin og ég. Eins gott að ég fari að koma mér úr þessum skærbleiku og yndislegu náttbuxum, sem stjórnarstelpurnar gáfu mér, og í glimmergallann. Já, þið heyrðuð rétt kæru félagar, svo framarlega að ég nái að vakna almennilega verður glimmerdjamm í kvöld. Ó en gaman.

Sturta og meðþví? Held nú það! Sjáumst.

25.12.05

"Less is more" eru einkunnarorð sem seint munu eiga við Schiöth fjölskylduna í Huldugili. Fjögurra metra hátt jólatréð, magn gjafa, skrauts og matar eru nóg til að staðfesta það.
Ég ligg hér, hálf-afvelta á meltunni og virði fyrir mér gjafirnar. Ég skal vinna sjálfboðastarf hjá Rauða krossinum í heilt ár einhvern daginn, ég sver það, til að bæta þetta upp. Jeminn. Neyslufyllerí og brjálæði, en notalegt.

Gærkvöldið var afar skemmtilegt, allt var hefðbundið. Axel steingleymdi að vera sá kúl gæji sem hann er orðinn og breyttist í fimm ára ofvirkt barn. Yndið. Pabbi var aðeins nokkrum þroskastigum fyrir ofan hann. Í hvert skipti sem hann fékk gjafir, flestar voru einhvers konar Atlasar og bækur um GPS, lyfti hann bókunum yfir höfuð sér og öskraði "VÚHÚ! JEYJEYJEYJEY!" Hahaha, þá hló ég. Mamma var spök, eyddi hálfu kvöldinu í að plokka pappír og límband af stálausu sem ég gaf henni í aukagjöf og pakkaði ansi vel inn. Múhaha. Sjálf var ég ringluð yfir gjöfum og átti erfitt með að ákveða hvaða bók ég átti að byrja að lesa. Yosoy varð fyrir valinu, svo ótrúleg vel skrifuð en jafnframt virkilega óhugnaleg. Ótrúleg, kláraði hana í nótt. Auk Yosoy fékk ég Stóru orðabókina um íslenska málnotkun, vá hvað hún er flott. Síðan fékk ég Veronika ákveður að deyja, ætla að byrja á henni eftir hálftíma eða svo. Axel gaf mér The Chronicles of Narnia, allar sjö bækurnar. Skólabækurnar verða að bíða, só sorrý.
Auk bóka fékk ég Fondue pott, sé fram á jarðaberja-súkkulaði veislur og ostafondúpartý. Namm. 10 rússneskar, handmálaðar babúskur, ótrúlega flottar. Teketil, mjólkurkönnu og sykurkar úr Frúnni í Hamborg, tilvalið fyrir næsta teboð Sigga mín. Vá, svo mikið af gjöfum, Hjálmageisladiskur, DVD myndir, ferðataska, kjóll, bolur, sápur og bodylotion, bleikar náttbuxur og ég veit ekki hvað og hvað. Mikið gaman og mikið grín.

Jæja, heimalagaði Toblerone ísinn með rjómanum og heitu karamellusósunni bíður... Ég dey!

23.12.05

Sjáið þið mynstur? Ég skil ekki að mér sé ekki boðið að vera gestakennari í AMTM, gæti kennt pósur. Svöl? Nei, ekki svo. Má samt reyna.

Ætlaði samt svona aðallega að prófa að setja inn myndir, segið mér hvort þið sjáið þær.
Hér er allt á milljón pabbi að farast úr stressi og skúrar allt, hvortsem hann má það eða ekki. Mamma er heldur spök, nei samt ekki. Ansans, það verður fínt að fara í Þorláksmessukaffi til Óla og Eddu á eftir, kósý.
Bla, versta bloggfærsla fyrr og síðar. Gleðileg jól.

22.12.05

Ég er Skröggur. Jólafríinu fylgja ofát, tiltekt og lítill félagsskapur. (Ragga og Gitta, ég sakna ykkar!)
Nú ætla ég að reyna að hafa áhrif á eigin aðstæður, finna lykillinn að velgengni og framförum, beita huglægri atferlismeðferð... sjálfshjálparspólur og pollýönnur og bækur um árangur...

Ég lýsi ofáti stríð á hendur og fer í innkaupaleiðangur á morgun. Á innkaupalistanum er eftirfarandi:

Grænn Kristall plús í litravis
Melóna
Mandarínur í massavis
Gúrka
Vínber
Haframjöl
Rúsínur
Hnetur
Vatnslosandi te
Dökkt súkkulaði (Hey, hollara en venjulegt!)
Hafrafras
Gulrætur
Tómatar
Spírur
Mangósafi

Síðan ætla ég að setja mér það markmið að fá mér alltaf af þessum mat áður en ég borða hamborgarahrygg, smákökur, konfekt eða drekk jólaöl. Þannig get ég verið búin að metta mig og fengið mér svo af hinu í hófi. (Þetta yrði þá reyndar í fyrsta skiptið sem ég sýni hóf, en allt í lagi.) Gangi mér vel með þetta!

Ég get því miður ekki rekið upp neina herör gegn tiltektinni, mamma er ekki ánægð með svoleiðis stæla. Verð bara að bíta í það súra epli að eyða megninu af morgundeginum með tusku í hönd. Kemur.

Að leiðast er næstum verst í heimi. (Lúxusvandamál, en allt í lagi.) Loksins þegar maður hefur tíma til að eyða í vini sína flykkjast allir í burtu. Ég óska því og lýsi eftir félögum sem vilja spjalla við mig á msn, fara með mér í bíó, í bíltúr, á kaffihús, á lífið o.s.frv.

Heimilisfang: Huldugil 2-104
Simi: 6634810
msn: kristinhelga@gmail.com

Nú ætla ég að halda áfram með Veröld Soffíu. Lifið heil og hafið samband. Góðar stundir.

20.12.05

Það sem ég er búin að hafa gaman af þessum ótrúlega hallærislega kommentaleik. Stundum þarf maður að vera smá gelgja, ég vil endilega að fleiri kommenti!

Mikið ósköp er ég þreytt, hélt að það væri mitt síðasta að vakna í morgun eftir tveggja tíma svefn. Sálfræðirannsóknarskýrsla og fleira skemmtilegt til kl. 5 í nótt. Held að hún hafi tekist vel, örugglega eitthvað um svefngalsasetningar í henni samt. Það er alveg merkilegt hvað mér tekst að draga allt fram á allra seinustu stundu.

Seinustu fjóra daga hef ég slegið met í yfirborðsmennsku. Og það á launum. Er að kynna hluti eins og Baci, Machintosh og kaffi á stöðum eins og Nettó og Hagkaupum. Og brosi allan tíman og er sykursæt. Gubba innan í mér en er góð í þessu engu að síður!

Hlæ að ógeðslega lélegum bröndurum:

Kristín: Má bjóða þér að smakka Baci, ítalskt konfekt?
Maður: Nei ég er á bíl. Ahahaha.. gengur í burtu að kafna úr eigin fyndni.

(Klassískir)

Kristín: Má bjóða þér Machintosh?
Maður: Já eeeendilega, ég hef nefnilega aldrei smakkað þannig áður. (Ok, kannski satt, en ég þarf að hlæja að því þegar fólk gerir þetta einusinni á hverjum fimm mínútum.)

Kristín: Má bjóða þér Machintosh?
Maður: Tekur einn mola uppúr, réttir mér hann og tekur dósina. Hlær svo dátt og ég kreisti upp úr mér hlátur. Þetta gerist einusinni á hverjum 20 mínútum.

Æj, þetta er samt alveg gaman. Sannaði sig í gær þegar ég fékk marga góða gesti í smakk, m.a. Gittu, Arnar, Júlíus, Möggu og seinast Þorlák. Það toppaði daginn.

Svo er ég góð í að halda í mér andanum og brosa samt þegar illa lyktandi gamlir kallar koma alveg ofan í mig til að tala um að sérvöldu baunirnar frá Kólumbíu séu ekkert þaðan, þetta sé allt eitt stórt samsæri. Svo líta þeir til himna og tauta: "Samsæri...". Allavega einn.

Jólafrí og jólaskap? Ég er hálgerður jólaauli, finnst ekkert sérlega spes að stússast í þessum jólagjöfum. Ég er ekkert spennt fyrir pökkunum í ár, hef ekki reynt að þukla eða kíkja inn í neina. Það eina sem ég vil er að fá svona 5 bækur, liggja svo uppí rúmi með þær, köttinn og laufabrauð í jólarúmfötunum í jólanáttfötunum. Og svo auðvitað vera með fjölskyldunni. Það eru mín jól.

Jólalög sem ég mæli ekki með:

- Lög með Ríó Tríó
- Lög með Mariu Carey
- Lög með Helgu Möller

Jólalög sem ég mæli eindregið með:

- Baggalútslögin
- Lögin með Ellý og Villa Vill
- Nýi diskurinn þeirra Ellenar og KK

18.12.05

Bwaaa, ég hef ekki orku í að blogga. Langar samt og ætla að fara svindl-leið með að setja smá gelgjuskemmtilegt hingað inn. Lélega ég.

Ef þú kvittar gerist þetta:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína um þig

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta þá verður þú að setja þetta á bloggið þitt!

Gaman já og það eiga allir sem ég hef talað við, þó það sé ekki nema einusinni, að kommenta. Skylda.

Ætlaíbaðognuddaámérþreyttartærnar.

15.12.05

Gubbupest er sennilega það versta. Búin að liggja í fletinu í allan dag, horfði á Lolitu og ældi inn á milli. Djamm.
Síðan ákvað ég að hugsa smá. Þungur pistill í vændum.

Ég ákvað að skoða síðurnar www.tru.is og www.vantru.is eftir að auglýsingar frá báðum síðum höfðu verið hengdar upp í skólanum. Mér líkaði hvorug.

Ég er ekki trúuð og er utan trúfélaga. Mér finnst þó gaman að velta fyrir mér trúmálum og sérstaklega þegar kemur að misjöfnum réttindum trúfélaga á Íslandi. Fátt fer meira í taugarnar á mér en átroðningur trúfélaga, trúboð, hræsni, yfirgangur, öfgar og misrétti. (Ég er ekki að segja að þessi atriði séu til staðar í öllum trúfélögum, þó er misjafn sauður í mörgu fé). Mér þykir ekki gaman að reyna að afsanna tilvist Guðs eða annarra guða, það get ég heldur ekki gert.

Trú.is finnst mér vera örvæntingarfull tilraun þjóðkirkjunnar til að ná til safnaðar síns. Ég held að fólk sem er skráð í þjóðkirkjuna mæti fæst til kirkju nema við athafnir; skírnir, giftingar, fermingar og svo í jólamessu. Nú hefur kirkjan netvæðst (væntanlega á kostnað skattgreiðenda) til að færa boðskap sinn í mynd sem hæfir hinu hraða samfélagi, samfélaginu sem kirkjan er stöðugt að vara við. En allt í lagi, sumum líkar þetta.

Á vantrú.is koma fram athyglisverðar pælingar, mörgum þeirra er ég sammála. Sumt sem er hægt að lesa á síðunni er nauðsynleg áminning um að gleypa ekki við hverju sem er. Hins vegar eru staðhæfingar um kristna trú yfirleitt settar fram á særandi og hrokafullan hátt. Mér finnst pistlaskrifarar á vantrú hálfpartinn vera að berjast við loftið, til hvers að afsanna tilvist Guðs? Afhverju má ekki leyfa fólki sem finnur fróun í því að trúa, að trúa áfram? Trú skiptir fólk mismiklu máli, sumum hefur hún hjálpað mikið. (Jájá, kannski finnst einhverjum hjálpin þá vera blekking, en ef það virkar...) Allavega, mér finnst ekkert skárra þegar trúleysingjar ráðast á kristið fólk með skrifum sínum en þegar kristnir menn dæma t.d. trú múslima.

Það eru örugglega margir ósammála mér en þannig á það líka að vera. Við í stjórninni tókum þá ákvörðun á fundi að taka allar auglýsingar sem tengjast trúmálum niður. Ekki hefur verið beðið um leyfi til að hengja þessar auglýsingar upp og við höfum rétt til að taka allt slíkt niður. Auk þess, og aðallega, þykir okkur skólinn ekki vera vettvangur fyrir trúaráróður. Hann á heima annarsstaðar, helst samt hvergi.

14.12.05

Freudian slip dagsins:

Arnar stendur við hliðina á mér í kompunni og spilar Pink Floyd á gítar. Ég þykist ætla að kýla hann í punginn, lít svo á hann og segi: "Mig langar í typpi".

Í rauninni langaði mig í mat og ætlaði að segja það.

Og ég segi frá þessu...

13.12.05

Kom að því að stressið, vöðvabólgan, svefnleysið og það allt kæmi í hausinn á mér. Í bókstaflegri merkingu, sit hér í kompunni með dúndrandi höfuðverk og ætla að færa inn mætingar í staðinn fyrir að sitja í ensku. Og fann hjá mér þörf fyrir að væla á internetinu, oh leiðinleg.

Bjartsýni: Jólafríið er rétt handan við hornið, langráð hvíld. Eða verður það hvíld? Læra og stressast? Nei, fjandinn hafi það, hvíld skal það vera og ekkert rugl! Lærdómur er fyrir aumingja.

11.12.05

Föstudags- og laugardagskvöld voru bæði frábær, þrátt fyrir að á öllum stöðum sem ég fór á hafi eitthvað skrýtið gerst í endann.
Glimmerpartý no 1 hjá Olgu, stelpulegt. Kokteilboð hjá Agli og Elfu, fensí og gaman. Amour, skítsæmilegt. Tikk takk, einkar furðulegt. Glimmerpartý no 2 hjá Olgu, standandi gleðskapur og hlátur. Sjallinn, frábæru Hjálmar. Og þá var gleðin búin, laufabrauð og þreyta í dag.
Núna er spenningur, næ ég að klára söguritgerð fyrir tímann á morgun og fá sómasamlega einkunn, dúmmdúmmdúmm. Stofna veðbanka jafnvel? Ég er fífl.

E.s. Tískusýningin hennar Öllu var líka á laugardaginn og hún var einkar frábær. Leiðinlegur bloggari ég, nenni ekki að segja meira frá henni.

6.12.05

Vúhú, sáuði fréttirnar?

Togga farin að bakka í land, mótmælin hafa haft eitthvað að segja.

Jey!

5.12.05

Er að horfa á náttúrulífsþátt á RÚV (elska RÚV, ekki grín) með öðru auganu: "Nú er mál fyrir björninn að hægja á allri líkamsstarfsemi, loka augunum og búa sig undir svefninn langa". Pant vera björn.

Efnishyggjujólin nálgast. Í tilefni þess hef ég ákveðið að setja saman jólagjafalista, allt sem mig langar í og er falt fyrir peninga, oj.

Bækur:

Ljóðasafn Steins Steinars

Veronika ákveður að deyja

Ævintýri góða dátans Svejks

Chronicles of Narnia

Forðist okkur

Yosoy - Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss

Skugga-Baldur

Kaldaljós

Rokland

Frida

Hrafninn

Konan í köflótta stólnum


Föt af reddressshop.com:

Bolir:

Angel Doll Shirt - Navy Blue

Wendy Shirt – Black

Blood is the New Black Shirt – Black

Blood is the New Black Shirt – Red

Leopald's Lost An Eye! T-shirt

Pils:

Black Pleated Linen Skirt

Kjólar:

The 1940's "Couture" Dress

The "Gatsby" Dress

The Bella Swing Dress - Mint/Red Japanese


Kvikmyndir:

Pulp Fiction

Amelie

Allar múmínálfaseríurnar ef þær eru einhvers staðar fáanlegar

Hitchhiker's Guide to the Galaxy

Kill Bill 1 og 2

Forrest Gump

The Wizard of Oz

Mary Poppins

Casablanca

Scrooge

The Nightmare before Christmas


Annað:

Itrip

Gott ilmvatn

Tónlist

Rússneskar babúskur

Náttföt

Nærföt

Grammafónninn i glugganum á Frúnni i Hamborg

Gjafabréf í NOA NOA

Múmínálfakönnur, á Snabba, Snúð, Míu litlu og Múmínsnáðann nú þegar

Búsáhöld

Loðstígvél

Sjal

Kápa

Allskyns

Vá hvað þetta er langur og fallegur listi. Það var gaman að búa hann til.

3.12.05

Svo margt sem mig hefur langað að skrifa hér inn seinustu daga en ekki haft tíma til. Klukkan er hálfsex að morgni, ég var að koma af Páli Óskari í Sjallanum, hann er æði og ég er úldin.

Seinasta helgi fær verðlaun fyrir að vera þéttasta, og jafnvel besta helgi lífs míns.

Föstudagur: Fór með Ottó á jólaskemmtun á Svalbarðseyri (nb. í nóvember) til að hlusta á bróður Baldurs spila á gítar og syngja. En rosalega súrrealískt. Þetta var samt ótrúleg skemmtun og ótrúleg tónlist. Hlakka til að heyra meira frá honum. Þegar að jólatrésskemmtuninni lauk fórum við Baldur og Ottó á ljóðakvöld í Populus Tremula. Þar voru fyrir Arnar, Ari, Steinunn, Ásgeir og fleiri hressir, m.a. heimspekikennari í VMA sem var að gera góða hluti fyrri hluta lestursins og slæma þann seinni.

Laugardagur: Sigga, Edda, Þórný og ég ákváðum að halda stelpukvöld. Öllum að óvörum reyndist ég mesta stelpan í hópnum og átti góðar syrpur. (Gloss Sigga, gloss) Einnig eyddi ég mestum pening í nammi en borðaði líklega minnst því ég týndi því alltaf. (Hvernig er hægt að týna nammi trekk í trekk?) Við fórum sumsagt á Harry Potter sem reyndist sérdeilis prýðileg skemmtimynd þó bókin sé betri. Edda náði að láta mig líta út fyrir að vera fatafella þegar ég stóð upp í auglýsingum og klæddi mig úr jakkanum. Hún byrjaði strax að blístra og flauta svo ég varpaði mér niður í sætið aftur og leit ekki upp fyrr en myndin byrjaði. Fullt af busastrákum í salnum, hvað ætli þeir haldi...
Seinni hluti kvöldsins fór svo í fyrrumfjallaða Trabant tónleika og þykir mér rétt að hafa ekki fleiri orð um þá.

Sunnudagur: Flaug til Reykjavíkur um miðjan dag og náði að smygla mér uppí Kringlu. Þar væsklaðist ég um í góðra vina hópi þar til að Sigurrósar tónleikarnir hófust. Tónleikarnir voru... eitthvað sem orð geta ekki alveg lýst. Ég veit það bara að þeir höfðuðu til næstum allra skynfæra og náðu að snerta einhverjar tilfinningar sem eru lengst inni. Ég fæ örari hjartslátt og skrýtna tilfinningu bara þegar ég hugsa um þetta kvöld. Fékk svo kærkomið far heim með pabba Egils og Elfu, takk fyrir það, og við vorum mettíma á leiðinni.

Í gær:

Loksins rann árshátíðarkvöldið upp. Þrátt fyrir stress í undirbúningnum og á kvöldinu sjálfu þá er ég ótrúlega ánægð og stolt. Bæði af mér, stjórninni og svo öllu þessu hæfileikaríka og frábæra fólki sem skólinn státar af. Þetta er einstakt.